Ásbúð 63, 210 Garðabær
164.900.000 Kr.
Parhús/ Parhús á tveimur hæðum
6 herb.
263 m2
164.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1980
Brunabótamat
109.600.000
Fasteignamat
148.450.000

STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Um er að ræða bjart, snyrtilegt og vel skipulagt 263,1 fm parhús á tveimur hæðum og er séríbúð á jarðhæð en með sameiginlegum inngangi í húseignina, tvöfaldur bílskúr er mjög rúmgóður ásamt hita í plani, aflokaður garður til suðurs og er garðurinn að hluta með palli og hluta ræktaður. Rúmgott bílaplan er framan við húseign.
Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina að sögn seljenda og m.a. búið að skipta um gler og glugga í hluta hússins ásamt því að þakjárn og pappi á þaki hefur líka verið endurnýjað að hluta. Skipt var um stóra gluggann í stigagangi 2017 ásamt því að skipt hefur verið um rúður eftir þörfum og skipt út öllum gluggalistum á síðustu 10 árum. Ásamt meira minniháttar viðhaldi í fasteigninni.


*Smellið hér til að fá söluyfirlit*

Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignsala s.690-1472 eða með tölvupósti: [email protected]

Íbúðarherbergi á hæð er 84,4 fm (merkt 01-0101), Bílskúr er 46,2 fm (merkt 01-0102) og íbúð á hæð er 132,5 fm (merkt 01-0201) samtals er eignin skráð 263,1 fm skv skráningu Þjóðskrá Íslands.

Eignin skiptist í:
Forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, herbergjagang, þrjú góð svefnherbergi, gestabaðherbergi, aðalbaðherbergi, tvöfaldan bílskúr, geymsluskúr á lóð.
Þá er á jarðhæð rúmgóð tveggja herbergja íbúð með eldhúsi, baðherbergi, stofu og svefnherbergi.

Nánari lýsing á eign:
Forstofa er með flísum á gólfi.
Hol er með flísum á gólfi og fataskápum.
Stofa á efri hæð er með flísum á gólfi og þaðan er útgengt á norðursvalir með fallegu útsýni að Esjunni.
Eldhús er með flísum á gólfi, viðarinnrétting og flísar á milli efri og neðri skápa. Corian steinn á borði sem myndar eina heild frá eyjunni yfir í gluggakistu og yfir á borðplötuna, einnig er vaskur extra stór og djúpur og span hellurborð á borðplötu.
Svefnherbergin eru þrjú og er parket á gólfum og skápar í tveimur herbergjum, í gegnum svefnherbergisgang er útgengt á fallegan pall teiknuðum af Stanislas Bohic á palli er lítill geymsluskúr með rafmagni.
Baðherbergin eru tvö gestabaðherbergi á jarðhæð með flísum á gólfi og veggjum, wc, vaskur og hillur, á efri hæð er aðalbaðherbergi með aukinni lofthæð og gluggar, flísar á gólfi og upp í rúmlega 2ja metra hæð, viðarinnrétting undi vask og skápur, upphengt wc, sturtuklefi, baðkar, handklæðaofn.
Þvottahús er komið inn í bílskúr, epoxy á gólfi.
Geymsla í bílskúr.
Bílskúr er rúmgóður önnur hurðin með rafmagni, epoxy á gólfum 

Aukaíbúð
Rúmgott svefnherbergi með fataskáp.
Stofa og eldhús mynda nokkurskonar alrými.
Eldhúskrókur með ljósri viðarinnréttingu og flísum á milli efri og neðri skápa.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, sturtuklefi, upphengt wc, skúffur undir vask og þvottavél.
Gólfefni með flísum á gólfi að hluta og parket að hluta.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.