Hestur 88, 805 Selfoss
79.900.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
84 m2
79.900.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1988
Brunabótamat
47.240.000
Fasteignamat
42.100.000

STOFN Fasteignasala kynnir til sölu: Hestur 88 í Kiðjaberginu í landi Hests sem er skógi vaxið 7.957 fm. eignarlóð sem er glæsileg vatnalóð með stórbrotnu útsýni, á lóðinni stendur vandað 80,2 fm. sumarhús með sirka 70 fm. sólríkum pöllum, 8 fm. sólskála með kamínu, grillaðstöðu og stórbrotið útsýni, heitum potti, saunaklefa, 12,6 fm. gestahús með salerni ásamt 18,5 fm. áhalda/ geymsluhúsi eða fyrir golfbílinn.

Eignin stendur við bakka Hvítá með fallegu útsýni yfir Ingólfsfjall og Suðurlandið sem blasir við. Lóðin er innarlega í landinu og er þar að leiðandi umferð mjög lítil á svæðinu.
 
Öll lóðin er skógi vaxin þar sem vel hefur verið að því gætt að skapa frábært skjól fyrir húsin án þess að skerða glæsilegt útsýni og nánd við Hvítá. Um er að ræða frábært víðsýni í glæsilegu umhverfi við golfvöllinn í Kiðjabergi.

Heildarstærð 111,3 fm. þar af eru 26,4 fm. óskráðir fm. hjá HMS. Eignin Hestur 0 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 220-7414, nánar tiltekið eign merkt 01-01, birt stærð 84.9 fm.

Nánari upplýsingar veita:
Benedikt Ólafsson Löggiltur fasteignasali, í síma 661 7788, tölvupóstur [email protected]
Eggert Maríuson Löggiltur fasteignasali, í síma 690 7418, tölvupóstur [email protected]


Svæðið er afgirt með rafmagnshliði (símahlið) og er aðkoma að húsinu góð allt árið um kring. 
Eigendur lóða eru aðilar að landeigendafélagi Hests og sumarhúsaeigendur að sérstöku vatnsfélagi, Bunu. Árgjaldið í félag landeigenda á svæðinu er kr. 30.000 á ári.  Árgjald vatnsveitufélagsins er kr. 5.000 á ári.  Hestland stendur við golfvöllinn Kiðjaberg sem er einn af fallegri golfvöllum landsins. Völlurinn liggur í ægifögru landi með skemmtilegu útsýni og friðsæld í íslenskri náttúru eins og hún gerist best. Hestland er einnig steinsnar frá Hestvatni.


Aðalhúsið. Forstofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, búr og geymsla
Lýsing eignar: 
Forstofa: með fatahengiflísar á gólfi.
Baðherbergi: rúmgott með nýlegum sturtuklefa, tengi fyrir þvottavél, flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: er sannkölluð hjóna svíta mjög rúmgott og bjart með góðu skápaplássi og vinnuaðstöðu.
Svefnherbergi: með parket á gólfi og þar innaf er lítil geymsla (búr).
Eldhús: er rúmgott með fallegri innréttingu, gott skápapláss og góð vinnuaðstaða. Varmadæla er á vegg í eldhúsi.
Stofa: rúmgóð og björt með góða lofthæð, falleg kamína og stórbrotið útsýni til Hvítár og Suðurlandið, parket á gólfi. Frá stofu er útgengi út á stóran þrískiptan og skjólgóða þrískiptan sólpall, sem snýr í sólarátt og að Hvítánni.
Sólpallurinn: er þrískiptur sirka 70 fm. í heildina.
Nr. 1.  Austan megin við stofuna er mjög góð setuaðstaða með mikið útsýni bæði að Hvítá og fallegan garðinn og leikvöllinn með heimasmíðuðum rólum og dúkuhúsi.
Nr. 2. Vestan megin við útgengi frá stofu er einnig góð borðaðstaða með fallegu útsýni.
Nr. 3. Neðri pallur fyrir framan heita pottinn, saununa og fyrir framan sólskálan, afar hlýlegur sólskáli með kamínu og grillaðstöðu og er einstök upplifun að sitja þar inni og njóta útsýnisins. 
Gestahús: með afar fallega aðkomu, litlum sólpalli fyrir framan og salerni. Þar við hlið er afar fallegur sólríkur pallur. 
Geymsla: góð geymsla er við aðalinngang hússins, að mestu nýttur fyrir útifatnað sem og eldhúsáhöld auk annara tækja. Þar inni er einnig hitakútur hússins sem nýttur er fyrir neysluvatn. Við gafl geymslunnar er hitaveitu stofn að húsi, sem nýverið var lagt frá stofnbraut heim að húsi, en rafmagnshitun er á húsinu í dag.
Áhaldahús: mjög gott áhaldahús með góða vinnuaðstöðu sem einnig væri hægt að geyma golfbílinn. 
Bílastæði á lóð: góð aðkoma og næg framan við sumarhúsið. 
Möguleiki er fá innbú með í kaupum á eigninni.


Ýtarupplýsingar:
Glæsileg útsýnislóð í landi Hests innan við Kiðjaberg. Eignir sem þessar koma afar sjaldan í sölu. Miklir möguleikar til staðar að annaðhvort stækka hús eða bæta við stærra húsi með samþykki byggingaryfirvalda.
Einnig er skemmtilegt tjaldsvæði með rafmagni og snyrtiaðstöðu á svæðinu. Lóðin býður uppá mikla möguleika og er gott starfandi landeigendafélag í hverfinu sjá hér http://hestland.is/


Nánasta umhverfi býður upp á mikla fjölbreytni sem áður hefur verið nefnt eins og stutt er til þekktra staða á suðurlandi, Skálholts, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. golfvelli, veitingarstaði, veiði og í Hestvatni, sundlaug að Hraunborgum og sundlaug að Minni Borg sem er í ca. 10 km. fjarlægð. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.