STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Um er að ræða bjarta og opna 114,4 fm, 3ja herbergja íbúð á 7. og efstu hæð í snyrtilegu fjölbýli með með lyftu, íbúðinni fylgir bílskúr. Húsið hefur fengið heilmikið viðhald á undanförnum árum. Húsið var m.a. klætt nýverið að framan ásamt því að settar voru svalalokanir fyrir þá sem vildu, ekki í þessari íbúð. Bakhlið hússins var múrviðgerð og máluð 2021, ný rafmagnshurð með pumpu við inngang í sameign. Lyfta var endurnýjuð fyrir ca 7 árum og sett stærri lyfta. Búið að setja dúk á bílskúrsþök ásamt álköntum. Búið að skipta um alla ofna í sameign á jarðhæð. Skipt var um glugga, gler og svalahurð í íbúð að framan.
Íbúðin er 82,8 fm (merkt 03-0701), geymslan er 4,7 fm (merkt 03-0023) og bílskúr er 26,9 fm (merkt 06-0101) samtals er eignin114,4 fm skv skráningu Þjóðskrá Íslands
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: [email protected]Forstofa er með parketi á gólfi og skápum.
Hol/Svefnherbergisgangur er með parketi á gólfi og skápur.
Stofa er með parketi á gólfi og þaðan er útgengt á rúmgóðar suðursvalir með miklu óhindruðu útsýni.
Eldhús er með plastparketi á gólfi, skápar ásamt flísum á milli efri og neðri skápa.
Svefnherbergin eru tvö og eru með plastparketi á gólfum og skápar í aðalsvefnherbergi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, wc, lítil innrétting undir vask, sturtuklefi, speglaskápur yfir vask, skápur sem hýsir þvottavél.
Þvottahús á baðherbergi, einnig þvottahús í sameign á jarðhæð.
Geymsla í sameign á jarðhæð.
Bílskúr er með stein á gólfi, heitt og kalt vatn ásamt hillum.