STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Um er að ræða bjarta og opna 93,6 fm 4ra herbergja íbúð á 4. hæð í snyrtilegu fjölbýli. Búið er að endurnýja járn og pappa á þaki og svo er búið að skipta um gler og glugga í íbúð nema í eldhúsi þar sem þess var ekki talin þörf. Austurhlið hússins var klædd fyrir nokkrum árum og skipt um gler og glugga á þeirri hlið á þeim tíma. Fellaskóli er spölkörn frá ásamt leikskóla og annarri almennri þjónustu Fjölbraut í Breiðholti, World Class, Bónus, Mjóddin með alla sína þjónustu, strætó og fleira og fleira.
Íbúðin er 88,4 fm (merkt 02-0403) og geymsla er 5,2 fm (merkt 02-0103) samtals er eignin skráð 93,6 fm skv skráningu Þjóðskrá Íslands.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: [email protected]Forstofa er með flísum á gólfi.
Stofa er með harðparketi á gólfi og þaðan er útgengt á suðvestur svalir með miklu óhindruðu útsýni yfir borgina.
Eldhús er með flísum á gólfi, viðarinnréttingu ásamt flísum á milli efri og neðri skápa.
Svefnherbergin eru þrjú og eru með harðparketi á gólfi og skápar í öllum herbergjum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og stórum hluta veggja, baðkar með sturtu, wc, skúffur undir vask og skápur.
Þvottahús þvottavél á baðherbergi ásamt sameiginlegri þvottavél í sameign á jarðhæð og þurrkherbergi.
Geymsla er í sameign á jarðhæð.
Vegna mikillar sölu vantar okkur allar stærðir- og gerðir fasteigna á sölu, mikill metnaður, fagleg vinnubrögð, frítt verðmat"
"Ef þú ert í söluhugleiðingum og vantar trausta og metnaðarfulla þjónustu, hafðu þá samband".
"Við hjá STOFN Fasteignasölu - Setjum þig í fyrsta sætið"
"Við erum með hjartað á réttum stað".