VERÐSKRÁ

Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um þjónustu gildi fasteignasala nema annað hafi verið umsamið.

Sölukostnaður og möguleikar seljanda.

Ef seljandi óskar eftir því að sýna eignina sjálfur 1,5% auk vsk.

Ef fasteignasali sýnir á skrifstofutíma 1,7% auk vsk.

Ef fasteignasali sýnir alltaf 1,9% auk vsk.

Almenn sala er 2,5% auk vsk.

Sala sumarhúsa 2,5% af söluverði auk vsk. fer þó eftir samningum.

Sala félaga og atvinnufyrirtækja 5% af heildarvirði, þ.m.t. birgðir, gagnaöflunargjald auk vsk.

Lágmarksþóknun er kr. 850.000.- m/ vsk og gagnaöflunargjalds.

 Sölukostnaður seljanda er samkomulag við fasteignasöluna og fer alveg eftir umfangi að hverju sinni.

Fasteignasali heldur opið hús í öllum tilfellum þegar opið hús fer fram og er á staðnum, nema um annað sé samið.

Sýningargjald íbúða í sölumeðferð kr. 14.900.- auk vsk. fer þó eftir samningum.

Ýmis ákæði.

Seljendaþóknun til fasteignasölu kr. 73900.- auk vsk.

Kaupendaþóknun til fasteignasölu kr. 75900.- auk vsk.

Skjalafrágangur 1,0% af söluverði, þó aldrei lægri en kr. 460.000.- m. vsk.

Hugtakið skjalafrágangur er átt við að fasteignasalan annist frágang kaupsamnings, afsals og annarra skjala sem þurfa ber, enda liggi fyrir samkomulag milli kaupanda og seljanda um verð, greiðslukjör og afhendingu fasteignarinnar.

Sala bifreiða upp í kaupverð fasteigna 4 % af söluverði auk vsk. en þó aldrei lægri en kr. 95.000.- m vsk.

Kaupandi greiðir stimpilgjald kaupsamnings útfrá fasteignamati. Keypt í fyrsta skipti 0,4%. Einstaklingar. 0,8%. Fyrirtæki 1,6%.

Kaupandi greiðir þinglýsingargjald af hverju skjali kr. 2700.-

Verðmat

Verðmat á fasteign vegna sölumeðferðar enginn kostnaður við sjálft verðmatið.

Skriflegt bankaverðmat á íbúðarhúsnæði kr. 45.500.- m. vsk

Skriflegt bankaverðmat á atvinnuhúsnæði er 0,5 % af fasteignamati eignar auk virðisaukaskatts.

Skriflegt mat á jörðum er kr. 160.000 auk vsk fer alveg eftir umfangi að hverju sinni.

Leigumiðlun- þóknun- þjónusta

Þóknun fyrir fulla þjónustu, milligöngu, gerð leigusamnings, áreiðanleikakönnun samsvarar einum leigumánuði hins leiga, útlagður kostnaður bætist við. Lágmark Kr. 250.000.- auk vsk. 

Þóknun fyrir að annast einungis skjalagerð og sitja með leigutaka og leigusala er hálfur leigumánuður auk vsk. Lágmarksþóknun kr. 150.000.- auk vsk.

Þóknun fyrir auglýsingu á vefnum. Kr. 19.900.- auk vsk.